Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 2,03% í dag og endaði í 1,855 stigum. Þá hefur vísitalan lækkað um 1,31% frá áramótum.

Mest lækkaði gengi bréfa Icelandair Group um 2,59% í 517 milljóna króna viðskiptum. Einnig lækkaði gengi bréfa Marel um 2,05% í 376 milljóna króna viðskiptum.

Ekki varð nein hækkun á gengi hlutabréfa í dag. Fasteignafélögin Eik og Reginn stóðu þó í stað, en viðskipti með bréf Eikar námu 230 milljónum króna.

Heildarvelta á hlutabréfamarkaði í dag var rúmir 2,5 milljarðar króna. Heildarvelta á skuldabréfamarkaði var 10,94 milljarðar króna.

Hlutabréfavísitala GAMMA lækkaði um 1,7% í dag í 2,5 milljarða króna viðskiptum.

Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,2% í dag í 8,8 milljarða króna viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,1% í 1,4 milljarða króna viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,5% í 7,4 milljarða króna viðskiptum.