*

mánudagur, 14. júní 2021
Innlent 23. maí 2018 17:27

Rauður dagur í Kauphöllinni

Aðeins þrjú félög hækkuðu í Kauphöllinni í dag.

Ritstjórn
Kauphöll Íslands
Haraldur Guðjónsson

Hlutabréfaverð Haga hækkaði mest um 0,57% í 116 milljóna króna viðskiptum. TM hækkaði næstmest eða um 0,45% í 121 milljóna króna viðskiptum.

Mesta lækkunin var hjá Skeljungi eða um 1,64% í 51 milljóna króna viðskiptum.Næstmesta lækkunin var hjá Reitum eða 1,58% lækkun í 202 milljóna króna viðskiptum.

Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði um 0,51%.

Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,01%. Þar af hækkaði vísitalan á verðtryggðum bréfum um 0,02% og á óverðtryggðum lækkaði hún um 0,08%.