*

fimmtudagur, 22. ágúst 2019
Innlent 28. júní 2018 16:03

Rauður dagur í kauphöllinni

Hlutabréfaverð í Eik lækkaði mest í viðskiptum dagsins eða um 3,65% í 159 milljóna króna viðskiptum.

Ritstjórn
Kauphöll Íslands
Haraldur Guðjónsson

Rauður dagur var í kauphöllinni en ekkert félag hækkaði í viðskiptum dagsins. 

Hlutabréfaverð í Eik lækkaði mest í viðskiptum dagsins eða um 3,65% í 159 milljóna króna viðskiptum. Næst mest lækkun var hjá Eimskip eða 1,90% í 12 milljóna króna viðskiptum. 

Þá lækkaði íslenska úrvalsvísitalan um 1,03%.