*

föstudagur, 21. febrúar 2020
Innlent 20. maí 2019 15:54

Rauður dagur í Kauphöllinni

Rauður dagur var í Kauphöllinni í dag en alls lækkuðu tólf félög í viðskiptum dagsins.

Ritstjórn
Kauphöll Íslands.
Haraldur Guðjónsson

Rauður dagur var í Kauphöllinni í dag en alls lækkuðu tólf félög í viðskiptum dagsins. Mest lækkaði Reginn eða um 1,77% í 34 milljóna króna viðskiptum. Næst mest lækkaði Icelandair og nam lækkunin 1,47% í 153 milljóna króna viðskiptum.

Einu tvö félögin sem hækkuðu í viðskiptum dagsins voru Arion banki og Origo. Arion banki hækkaði um 0,75% í 33 milljóna króna viðskiptum og Origo um 0,20% í 2 milljóna króna viðskiptum. 

Hlutabréfavísitala Aðalmarkaðarins lækkaði um 0,49% í dag. 

Stikkorð: Kauphöll Íslands