Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,39% þegar 12 af 20 félögum Kauphallarinnar lækkuðu í dag. Heildarveltan nam 1,2 milljörðum króna.

Mesta veltan var með bréf Arion Banka sem lækkuðu um 2,49% í 385 milljóna króna viðskiptum. Næst mestu viðskiptin voru með bréf Marels sem lækkuðu um 1,13% í 278 milljóna króna viðskiptum og standa nú í 697 krónum á hlut.

Icelandair lækkaði mest allra félaga eða um 7,49% og standa nú í 2,10 krónum á hlut. Hins vegar nam velta bréfanna einungis um 10 milljónir króna.

Síminn lækkaði um 1,90% í 166 milljóna króna viðskiptum eftir að bæði Sýn og Nova tilkynntu um þau myndu bjóða viðskiptavinum sínum Símann Sport á 1.000 krónur.

Sýn og Origo voru einu félögin sem hækkuðu í Kauphöllinni í dag. Sýn hækkaði um 0,18% í 10 milljóna króna viðskiptum og Origo hækkaði um 0,36% í eins milljón króna viðskiptum.