Það var rauður dagur í Kauphöllinni í dag en flest félög á Aðalmarkaði hlutabréfaviðskipta lækkuðu í verði. TM lækkaði mest eða um 3,93% í 113 milljóna króna viðskiptum. Iceland Seafood lækkaði næstmest eða um 2,62% í 73 milljóna króna viðskiptum. Önnur félög lækkuðu um og undir 1%.

Félögin sem stóðu í stað voru Eimskip, Heimavellir, Icelandair og Origo. Ekkert félag hækkaði í viðskiptum dagsins. Hlutabréfavísitala Aðalmarkaðarins lækkaði um 1,71% í viðskiptum dagsins.

Mest velta var með bréf Sjóvá en hún nam 195 milljónum króna en Sjóvá lækkaði um 0,91% í Kauphöllinni í dag.