Ekkert félag á aðalmarkaði hækkaði á rauðum degi í Kauphöllinni. Heildarvelta á markaði nam 4,7 milljörðum króna og lækkaði úrvalsvísitalan um 0,67% í viðskiptum dagsins.

Mest velta var með bréf Kviku banka og námu viðskipti með bréfin 1,4 milljörðum króna. Gengi bréfa félagsins lækkaði um 2,26%. Skeljungur lækkaði mest allra félaga, um 2,78% í óverulegum viðskiptum og VÍS lækkaði um 1,89%.

Nokkur velta var með bréf Arion banka en viðskipti með bréf bankans námu um 760 milljónum króna. Auk þess námu viðskipti með bréf Haga 360 milljónum króna.

Á First North hækkaði gengi Hampiðjunnar um 5,45% í tæplega 40 milljón króna viðskiptum.