Úrvalsvísitalan tók sveig niður á við á rauðum degi í Kauphöllinni þar sem svo til gengi allra hlutabréfa lækkaði.

Gengi hlutabréfa Marel féll um 2,01%, stoðtækjafyrirtækisins Össurar fór niður um 1,44%, bréf færeyska olíuleitarfélagsins Atlantic Petroleum lækkaði um 1,29%, Haga-bréfin fóru niður um 1,10% og gengi bréfa Icelandair Group lækkaði um 0,31%.

Aðeins gengi hlutabréfa BankNordik hreyfðust ekkert en engin viðskipti voru með bréfin.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,47% og endaði hún í 1.018,99 stigum. Vísitalan hefur ekki verið lægri síðan seint í mars.