Það var rauður dagur í Kauphöll Íslands í dag. Bréf í öllum skráðum fyrirtækjum lækkuðu, að Regin undanskildum en velta með bréf félagsins nam einungis fjórum milljónum.  Mest viðskipti voru með bréf í Icelandair og nam veltan 206 milljónum, en bréfin lækkuðu um 1,88% í verði.

Sú hækkun sem varð á bréfum í Fjarskiptum, móðurfélagi Vodafone, í gær gekk til baka í dag en bréfin lækkuðu um 2,43% í 142 milljóna króna viðskiptum.

181 milljóna króna velta var með bréf í Eimskip og lækkuðu bréfin um 0,38%.