Það var rauður markaðurinn í Kauphöll Íslands í dag. Mest lækkun var með bréf í Össuri, eða 3,89%. Hins vegar var mjög lítil velta þar að baki eða einungis 8 milljónir króna.

Þá nam lækkun Marel 2,29% en að baki þeirri lækkun er 155 milljóna króna velta. Þá lækkaði Icelandair um 0,65% í 116 milljóna króna veltu.

Fjarskipti, móðurfélag Vodafone, var eina félagið sem hækkaði. Gengi bréfa í fyrirtækinu hækkaði um 0,39%.