Það var rauður dagur í Kauphöllinni í dag, þótt velta hafi ekki verið mikil. Sex félög lækkuðu í verði, tvö héldust óbreytt og eitt, Hagar, hækkaði um 0,55%.

Mest var veltan með bréf í Icelandair, eða 431 milljón, og lækkaði gengi bréfa í fyrirtækinu um 1,23%. Næst mest var veltan með bréf í TM, 203 milljónir, og stóð gengi bréfa í stað.

Velta á skuldabréfamarkaði nam 3,3 milljörðum og mest var hún í flokki verðtryggðra skuldabréfa RIKS21, eða tæpar 1100 milljónir króna.