Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq lækkaði um 0,86 prósent í viðskiptum dagsins. Heildarvelta á markaði nam rúmum 2 milljörðum. Þar af var velta á hlutabréfamarkaði 1.360 milljónir og velta á skuldabréfamarkaði 653 milljónir. Lokagildi Úrvalsvísitölunnar er nú 1.685,66 stig.

Mest lækkun var á gengi bréfa Icelandair Group, en það lækkaði um 1,8 prósentustig í 186 milljón króna viðskiptum dagsins. Einnig var talsverð lækkun á gengi bréfa Símans, sem lækkuðu um 1,62 prósentustig.

Einungis hækkaði gengi bréfa eins félags á markaði, og var það utan við Úrvalsvítiöluna. Gengi hlutabréfa í Nýherja hækkaði um 0,69 prósentustig í 56,6 milljón króna viðskiptum.

Vísitölur GAMMA

Markaðsvísitala GAMMA lækkaði um 0,2% í dag í 1,9 milljarða viðskiptum. Hlutabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,8% í dag í 1,3 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,1% í dag í 0,5 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,1% í 0,2 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,1% í 0,1 milljarða viðskiptum.

Vísitala fyrirtækjaskuldabréfa hækkaði um 0,1% í dag í 0,1 milljarða viðskiptum.