*

föstudagur, 19. júlí 2019
Innlent 16. maí 2017 16:52

Rauður dagur

Gengi Haga hf. lækkaði um 3,94% í 675 milljón króna viðskiptum.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,34% í dag og stendur hún nú í 1.884,16 stigum. Hún hefur þar með hækkað um allt að 10,15% frá áramótum.

Velta dagsins á aðalmarkaði kauphallarinnar með Hlutabréf nam 3 milljörðum króna og með skuldabréf um 4,4 milljörðum króna.

Aðalvísitala skuldabréfa hækkaði um 0,01% í dag og hefur hækkað um 3,35% frá áramótum. Vísitalan stendur í 1.291,18 stigum.

Af úrvalsvísitölufélögunum lækkuðu Hagar hf. mest eða um 3,94% í 675 milljón króna viðskiptum. Öll önnur úrvalsvísitölu félög lækkuðu nema N1 hf., sem hækkaði um 0,43% í 287 milljón króna viðskiptum.

Af öðrum félögum á aðalmarkaði kauphallarinnar lækkaði TM mest eða um 2,48% í 54 milljón króna viðskiptum.

Stikkorð: Kauphöll Markaðir Nasdaq