Helstu hlutabréfavísitölur í Evrópu lækkuðu nokkuð í dag. FTSE 100 vísitalan í Lundúnum lækkaði um 1,3%, DAX vísitalan í Frankfurt um 3% og CAC 40 í París lækkaði um 2%. Evrópska vísitalan Staxx Europe 600 lækkaði um 1,6%.

Seðlabanki Evrópu birti í dag nýjar verðbólgutölur og mælist ársverðbólgan 3% á evrusvæðinu. Hún hefur ekki mælst hærri í þrjú ár og er vel fyrir ofan 2 prósenta markmið bankans. Aukin verðbólga dregur úr líkum á vaxtalækkunum seðlabankans.