Það eru allar tölur rauðar á hlutabréfamarkaði í Kauphöllinni í dag. Mest hefur Marel lækkað eða um 2,73% í 160 milljóna króna viðskiptum. Veltan að baki lækkunum er mjög misjöfn eftir fyrirtækjum.

Vodafone hefur lækkað um 2,61% í 88 milljóna króna viðskptum, VÍS um 2,58% í 97 milljóna króna viðskiptum og Össur um 2,45% í 10 milljóna króna viðskiptum. Þá hefur N1 lækkað um 1,84% í 104 milljóna króna viðskipum.

Eins og fram hefur komið á VB.is í dag ráðlagði IFS greining sölu á hlutabréfum i Marel á föstudag eftir að félagið gaf út afkomuviðvörun.