Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 0,57% í dag og endaði í 1,813 stigum. Frá áramótum hefur vísitalan hækkað um 38,32%.

Í dag hækkaði mest gengi bréfa Eimskipa um 1,18% í 341 milljóna króna viðskiptum. Gengi bréfa TM hækkaði um 0,42% í viðskiptum sem hljóðuðu upp á 201 milljónir króna. Einnig hækkaði gengi bréfa Reita um 0,18%, en þó aðeins í 54 milljón króna viðskiptum.

Mest lækkaði gengi bréfa Icelandair um 1,75% í 189 milljóna króna viðskiptum. Þar á eftir kemur Eik fasteignafélag, en gengi bréfa fyrirtækisins lækkaði um 0,51%, en aðeins í viðskiptum upp á 54 milljónir króna.

Heildarvelta á hlutabréfamarkaði í dag var rúmir 977 milljónir króna. Heildarvelta á skuldabréfamarkaði var 2,59 milljarðar króna.

Hlutabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,5% í dag í 0,9 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði lítillega í dag í 2,6 milljarða króna viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,1% í 0,2 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,2% í 2,4 milljarða króna viðskiptum.