Hlutabréf hafa lækkað það sem af er degi í Evrópu. FTSEurofirst vísitalan lækkaði um 0,7% við opnun markaða í morgun og hefur lækkað um 4% á síðastliðinni viku.

Neikvætt uppgjör General Electric frá því á föstudag virðist hafa mikil áhrif á markaðinn að sögn Reuters fréttastofunnar og segir viðmælandi hennar að fjárfestar hafi enn áhyggjur af frekari samdrætti í Bandaríkjunum.

Þá hafa bankar og fjármálafyrirtæki einnig lækkað í Evrópu það sem af er degi. UBS hefur lækkaði um 1,3% og Credit Suisse hefur lækkað um 3,4% svo dæmi séu tekin.

Í Lundúnum hefur FTSE 100 vísitalan lækkað um 0,7%. Þá hefur AEX vísitalan í Amsterdam lækkað um 0,8%, DAX vísitalan í Frankfurt um 0,7% og CAC 40 vísitalan í París um 0,4%.

Í Kaupmannahöfn hefur OMXC vísitalan lækkað um 0,8% og í Osló hefur OBX vísitalan lækkað um 1,3%.