Af níu stærstu lífeyrissjóðum landsins sá Stapi fram á mestu minnkun raunávöxtunar milli ára. Hún nam einum 3,47% árið 2010 en var neikvæð um 0,02% í fyrra. Allir hinir stóru sjóðirnir átta voru með jákvæða raunávöxtun, þótt hún hafi í flestum tilfellum verið minni en árið á undan. Tveir sjóðir náðu því lögbundna markmiði að vera með að minnsta kosti 3,5% raunávöxtun á árinu, en það var samtryggingadeild Almenna lífeyrissjóðsins og tryggingadeild Frjálsa lífeyrissjóðsins. Var raunávöxtunin hjá Almenna 4,2% og um 3,6% hjá Frjálsa.

Aðrir sjóðir voru undir 3,5% markinu og almennt minnkaði raunávöxtun sjóðanna milli ára. Gildi lífeyrissjóður og samtryggingadeild Almenna skera sig úr hvað þetta varðar. Raunávöxtun Gildis nam 1,4% árið 2010 en 2,7% í fyrra og hjá Almenna fór raunávöxtunin úr 1,5% í 4,2%.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf útgáfu af blaðinu undir liðnum Tölublöð hér að ofan.