Raunávöxtun Lífeyrissjóðs bænda á árinu 2010 var 4,1% og hrein eign til greiðslu lífeyris hækkar um 4,3% og er 22,6 milljarðar króna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá sjóðnum.

Lífeyrissjóður bænda er einn fárra sjóða, sem ekki hefur skert réttindi sjóðfélaga sinna. „Útkoma ársins 2010 eykur bjartsýni um að ná megi jafnvægi í tryggingafræðilegri stöðu innan fárra ára,“ segir í tilkynningunni.