Horfur eru á að raunávöxtun lífeyrissjóðanna á síðasta ári hafi verið nálægt 2%, en það er svipuð niðurstaða og varð á árinu 2010. Þetta segir Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, í samtali við Morgunblaðið. Samkvæmt tölum sem Seðlabankinn birti í gær námu heildareignir sjóðanna í lok nóvember sl. 2.078 milljörðum. Eignirnar voru 1.909 milljarðar í árslok 210.