Lífeyrissjóður verzlunarmanna ávaxtaði fé sitt um heil 10,2% á árinu 2015. Þá eru eignir sjóðsins 584 milljarðar króna. Allir eignaflokkar sjóðsins skiluðu jákvæðri ávöxtun.

Tryggingafræðileg staða sjóðsins styrktist umtalsvert og var hún í lok árs jákvæð um 8,7% samanborið við 5,1% árið áður og 0,9% árið 2013. Tryggingafræðileg staða er mikilvægur mælikvarði á getu sjóðsins til að standa við skuldbindingar sínar gagnvart lífeyrisþegum í framtíðinni.

Greiðandi sjóðfélagar voru um 49 þúsund og námu iðgjaldagreiðslur til sjóðsins um 22 milljörðum króna.

Lífeyrissjóður verzlunarmanna greiddi um 14 þúsund lífeyrisþegum alls 10,5 milljarða króna í lífeyri úr sameignardeild á árinu 2015. Þetta eru 9% hærri lífeyrisgreiðslur en árið á undan, en lífeyrisþegum fjölgaði um 7,6% á sama tíma.