Raungengi íslensku krónunnar á mælikvarða verðlags lækkaði um 2,3% í nóvember frá fyrri mánuði, segir greiningardeild Kaupþings banka.

?Lægra raungengi í mánuðinum má einkum rekja til gengisveikingar krónunnar sem lækkaði um 2,7% milli mánaða. Raungengi er nú komið í 103,7 stig og er um 12% lægra en í sama mánuði í fyrra.

Raungengi á fyrstu ellefu mánuðum ársins hefur að meðaltali verið 6% lægra en frá sama tíma í fyrra. Ljóst er því að samkeppnisstaða innlendra aðila gagnvart erlendum hefur batnað á árinu. Staða útflutningsfyrirtækja er mun betri í dag en hún var fyrir ári síðan bæði vegna raungengislækkunar sem og hagstæðra viðskiptakjara árinu,? segir greiningardeildin.