Raungengi krónunnar er 117 stig og hefur styrkst um 8% frá sama tíma í fyrra, segir greiningardeild Kaupþings banka.

Raungengið mælir verðlag á Íslandi samanborið við helstu viðskiptalönd og er því með öðrum þræði mælikvarði á samkeppnisstöðu landsins.

Styrking raungengis hvetur almennt til aukins innflutnings á sama tíma og það hamlar útflutningi vegna versnandi viðskiptakjara, segir greiningardeildin.

Raungengið hefur reyndar farið hækkandi síðan í byrjun árs 2002 vegna verðbólgu og hærra nafngengis krónunnar og hefur því ekki verið hærra frá árinu 1988.