Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra segir raunhæft að hreinar skuldir ríkissjóðs verði engar. Þetta kemur fram í viðtali við Bjarna í ViðskiptaMogganum í dag.

Bjarni segir:

„ef við horfum til lengri tíma og til þess hver ávöxtunin er að nýtingu auðlindanna, t.d. hjá Landsvirkjun, hverju eru undirstöðuatvinnuvegirnir eru að skila og þess langa vaxtaskeiðs sem við erum núna að upplifa, þá er það alls ekki óraunhæft að stefna að því til lengri tíma að Ísland sé skuldlaust land og að hreinar skuldir verði nálægt núlli.“