Þrautaganga farsímafyrirtækisins RIM, sem framleiðir og þjónustar Blackberry símana. Í dag greindi fyrirtækið frá því að tekist hefði að leysa úr villu í kerfi fyrirtækisins sem leiddi til þess að tölvupóstþjónusta notenda í Evrópu, Afríku og Mið-Austurlöndum lá niðri.

Minnir þetta óþægilega á það þegar þjónustan lá niðri um heim allan í þrjá heila daga í fyrra. Tímasetningin gæti heldur ekki verið verri, því í dag stóðu þúsundir manna í biðröðum eftir því að fá að kaupa nýja snjallsímann frá Apple, iPhone 5.

Íslendingar virðast þó hafa sloppið í þetta skiptið, en Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Vodafone, segir í samtali við vb.is að hann kannist ekki við að nokkur maður hafi kvartað við fyrirtækið vegna þessa.