Þrátt fyrir að atvinnuleysi á evrusvæðinu mælist í tæpum sjö prósentum eru teikn um að eftirspurn eftir vinnuafli sé að aukast. Á sama tíma er búist við að verkalýðssamtök í aðildarríkjunum krefjist umtalsverða launahækkana þegar gengið verður samninga á næstu misserum.

Á sama tíma og verðbólga mælist í sögulegu hámarki á evrusvæðinu eða 7,5% þá hafa raunlaun verkamanna í aðildarríkjum myntsvæðisins lækkað. Þessi þróun er þvert á það sem hefur átt sér stað í Bandaríkjunum og í Bretlandi. Þannig hækkuðu laun að meðaltali um 1,4% í fyrra en á sama tíma nam verðbólgan 4,6% á evrusvæðinu. Þetta þýðir að raunlaun lækkuðu um 3% árið 2021 ólíkt því sem átti sér stað í Bandaríkjunum og Bretlandi.

Fram kemur í umfjöllun Financial Times að leiðtogar verkalýðsfélaga í aðildarríkjum evrusvæðisins hafa einsett sér að ná þessari skerðingu til baka í næstu kjarasamningum og tryggja launahækkanir sem vega á móti verðlagsþróuninni undanfarin ár. Þannig hefur franska verkalýðsfélagið CGT, sem hefur pólitískar tengingar við vinstri vænt stjórnmálanna þar í landi, krafist þess að lágmarkslaun í Frakklandi hækki í 2 þúsund evrur á mánuði eða sem nemur 275 þúsund krónur. Krafan er sett fram það þó svo að lágmarkslaun í Frakklandi hafi verið hækkuð þrisvar að undanfarið ár og eru 1645 evrur.

Þá hefur þýska verkalýðsfélagið IG Metall, sem er það stærsta þar í landi, lýst því yfir að kröfugerð þess muni sennilega fela í sér 8,2% launahækkun. Ef hún nær fram að ganga myndi um 85 þúsund verkamenn í málm- og stáliðnaði landsins njóta góðs af.

Eins og fram kemur í umfjöllun Financial Times verða þessar og aðrar kröfugerðar settar fram í krafti minnkandi atvinnuleysis á evrusvæðinu og meða vísun til þess að bæta launþegum upp rýrnandi kjör vegna mikilla verðbólgu sem fæst gera ráð fyrir að hjaðni í fyrirsjáanlegri framtíð. En að sama skapi hefur blaðið eftir sérfræðingum að þessar kröfur kunni að benda til þess að hættan á víxlverkun verðbólgu og launahækkana kunni að vera umtalsverð á evrusvæðinu.