Olíuverð hefur á síðustu dögum farið undir 30 dali á tunnuna en olíuverð hefur ekki verið lægra síðan árið 2003. Almennt er greint frá olíuverði í framvirkum samningum einn mánuð fram í tímann.

Raunverð á olíu í dag er hins vegar í dag enn lægra en á þeim samningum. Sádí-Arabía er t.d. í dag að selja hráolíu til Asíu fyrir 26 dali á tunnu, en verðið hefur ekki verið lægra síðan 2002, m.t.t. verðbólgu.

Að mati sérfræðinga bendir lækkandi olíuverð til þess að mikil aukning á lánveitingum í Kína sé að lækka og að umsvif efnahagslífsins séu að dragast saman. Það veldur lækkun eftirspurnar sem hefur áhrif á olíuverð, en Kína er stærsti notandi olíu í heiminum.