*

þriðjudagur, 16. júlí 2019
Innlent 21. ágúst 2016 12:25

Raunsæ gagnvart framtíðinni

Olíufyrirtæki standi á tímamótum þar sem fyrirsjáanlegar eru breytingar á starfs- og rekstrarumhverfi því sem þau starfa á í dag.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Segja má að íslensk olíufyrirtæki standi á tímamótum þar sem fyrirsjáanlegar eru töluverðar breytingar á starfs- og rekstrarumhverfi því sem þau starfa á í dag. Breytingarnar felst allt í senn í breyttu samkeppnisumhverfi á komandi mánuðum ásamt hægari en róttækari þróun nýrra bifreiða sem notast við nýjar tegundir orku.

Um helmingur framleiðni frá öðrum vörum en eldsneyti

það gæti komið einhverjum á óvart hversu stór partur af framleiðni olíufélaganna kemur frá öðrum vörum en eldsneyti. Samkvæmt upplýsingum frá Olís kemur þannig fram að 60% af framleiðni félagsins koma frá eldsneyti en 40% frá öðrum vörum. Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís segir erfitt að gefa upp hversu miklar tekjur séu af bensínstöðvunum sjálfum en segir þó að um helmingur af þeim tekjum sem félagið fái úr annarri vörusölu en eldsneyti komi í gegnum þjónustustöðvarnar. Þá fengust þau svör frá Eggerti Þór Kristóferssyni, forstjóra N1, að framlegð fyrirtækisins væri um það bil 50% af eldsneytissölu og 50% af annarri vörusölu.

Það má því ætla að umtalsverð aukning í notkun rafmagnsbíla hér á landi gæti haft nokkur áhrif á afkomu olíufélaganna enda hafa eigendur slíkra bifreiða litla sem enga þörf fyrir aðra tegund eldsneytis og geta jafnframt hlað- ið bifreiðarnar heima hjá sér, eða á meðan það stundar vinnu eða verslar inn, að því gefnu að sérstök stæði séu til staðar sem veita slíka þjónustu. Slíkt hefði í för með sér að bifreiðaeigendur þyrftu jafnframt sjaldnar að eiga leið um bensínstöðvar sem er uppspretta töluverðra tekna fyrir félögin.

Ágæt staða um þessar mundir

Þrátt fyrir að ýmis teikn séu á lofti um breytta tíma hjá olíufélögunum hefur rekstur þeirra verið nokkuð jákvæður að undanförnu. Þannig var heildarafkoma N1 árið 2015 um 1.815 milljónir króna og jókst frá árinu á undan þar sem heildarafkoma fyrirtækisins var 1.616 milljónir króna. Skeljungur skilaði jafnframt hagnaði upp á 273 millj- ónir króna árið 2015 þrátt fyrir að hagnaðurinn hafi dregist saman frá árinu á undan þegar hann nam rúmum 570 milljónum króna. Skuldastaða Olís hefur verið nokkuð þung og skilaði félagið tapi árið 2014 upp á 11,5 milljónir króna. Það er þrátt fyrir það töluvert bætt staða frá árinu 2013 þegar félagið var rekið með 153,9 milljóna króna tapi. Félagið hefur ekki birt ársreikning fyrir árið 2015. Ætla má að sprenging í ferðamannaiðnaði og fall á heimsmarkaðsverði á olíu hafi haft þónokkur áhrif á afkomutölur félaganna þriggja undanfarið.

Eru raunsæ gagnvart framtíðinni

Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís, segir að félagið hafi skilgreint markmið sín á þann veg að það muni selja þann orkugjafa sem viðskiptavinir þess hafi þörf fyrir á hverjum tíma. „Það vill svo til að í dag og sjálfsagt um næstu framtíð mun fljótandi jarðefnaeldsneyti verða helsti orkugjafinn í samgöngum á landi. Svo er fyrirsjáanlegt að aðrir orkugjafar munu koma til með að leysa af hólmi hluta af þessari orkuþörf.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið á pdf-formi undir Tölublöð. 

Stikkorð: Skeljungur N1 Olís Olíufélög Rafbílar Costco
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is