Munur á milli vaxta á verðtryggðum erlendum langtímabréfum og löngum verðtryggðum íslenskum bréfum hefur sveiflast nokkuð á árinu, segir greiningardeild Landsbankans.

?Undanfarin ár hefur þessi munur, "Íslandsálagið" , sveiflast í kringum 2,5% gagnvart bandarískum og frönskum bréfum. Á fyrri hluta þessa árs tók að draga á milli, þannig að álagið jókst gagnvart frönskum bréfum en minnkaði gagnvart bandarískum," segir greiningardeildin.


Mynd fengin frá Landsbankanum.

Íslenskir fjárfestar hafa nú leitað í meira mæli í verðtryggð skuldabréf vegna hárrar verðbólgu sem hefur haldið aftur af hækkun verðtryggðra vaxta, þrátt fyrir stýrivaxtahækkanir.


Mynd fengin frá Landsbankanum.

"Verðtryggðir vextir erlendis hafa aftur á móti hækkað nokkuð frá áramótum. Um leið og hægir á mánaðartakti verðbólgunnar hér á landi má reikna með að raunvextir hækki. Sú þróun mun leiða til þess að raunvaxtamunur við útlönd aukist á nýjan leik, að öðru óbreyttu,sem gæti átt þátt í því að styðja við gengi krónunnar," segir greiningardeildin.