Ávöxtunarkrafa verðtryggðra íslenskra ríkisskuldabréfa fóru í fyrsta skipti í sögunni undir 0% í fyrstu viðskiptum morgunsins. Við opnun markaða hafði krafan á bréfum á gjalddaga 2026 lækkað um 24 punkta (0,24 prósentustig) og stóð í mínus 0,05%.

Lækkunin á tilteknum bréfum hefur gefið eilítið eftir en þegar þetta er skrifað stendur hún í 0,01%.

Ávöxtunarkrafa verðtryggðra annarra ríkisbréfa hefur einnig lækkað töluvert. Ávöxtunarkrafa bréfa á gjalddaga 2021 hefur lækkað um 16 punkta og stendur í 0,09% og þá hefur hefur krafan á bréfum á gjalddaga 2030 lækkað um 8 punkta og stendur nú í 0,15%.