*

laugardagur, 25. september 2021
Innlent 8. mars 2021 17:32

Rautt en tíðindalítið í Kauphöllinni

Úrvalsvísitalan féll 0,91% og velta aðalmarkaðar nam 2,1 milljarði, en þar af var yfir helmingur með bankana tvo.

Ritstjórn

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,91% og heildarvelta á aðalmarkaði Kauphallarinnar nam 2,1 milljarði í dag. 14 félög af 19 lækkuðu og 4 hækkuðu, en engin breyting varð umfram 2% á gangvirði hlutabréfa.

Icelandair hækkaði mest, um 1,41% í litlum 45 milljón króna viðskiptum. Næst kom Eik með 1,14% hækkun í 15 milljóna viðskiptum, og loks Iceland Seafood með 0,47% hækkun í aðeins 5 milljóna veltu. Hagar hækkuðu hinsvegar um 0,36% í ríflega hálfs milljarðs króna viðskiptum.

Lækkanir dagsins leiddu tryggingafélögin þrjú, með VÍS í fararbroddi með 1,62% lækkun í 69 milljón króna viðskiptum. TM fylgdi fast á hæla VÍS með 1,61% lækkun í 6 milljónum, og Sjóvá rak lestina með 1,56% lækkun í 30 milljóna veltu.

Mest var veltan með bréf Arion banka sem lækkuðu um 0,84% í 760 milljón króna viðskiptum, þar næst komu Hagar, og þriðja sætið tók Kvika með 191 milljóna veltu.

Stikkorð: hlutabréf Kauphöll