Gengi fimmtán félaga af þeim tuttugu sem skráð eru á aðalmarkað Kauphallar Nasdaq á íslandi lækkaði í viðskiptum dagsins. Fyrir vikið lækkaði úrvalsvísitalan OMXI10 um 1,07% og stendur í kjölfarið í 3.373,41 stigi. Heildarvelta viðskipta dagsins nam 3,2 milljörðum króna.

Mest lækkaði gengi hlutabréfa Kviku banka, eða um 3,23% í 309 milljóna króna viðskiptum. Þar á eftir kom Origo með 1,6% lækkun í aðeins 5 milljóna króna veltu.

Eina félagið sem naut þess að sjá bréf sín hækka í viðskiptum dagsins var Festi, en þó var aðeins að ræða um 0,48% hækkun í 367 milljóna króna veltu.