Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,58% í 1,2 milljarða heildarveltu í kauphöll Nasdaq á Íslandi, og stendur hún nú í 1.591,38 stigum. Ekkert félag hækkaði í verði í kauphöllinni annan viðskiptadag ársins, en gengi bréfa Heimavalla stóð í stað í 1,12 krónum hvert bréf eftir rétt um milljóna króna viðskipti.

Mest lækkun var svo á gengi bréfa Icelandair, eða um 2,96% í 67 milljóna króna veltu, og fóru þau niður í 9,18 krónur. Næst mesta lækkunin var á gengi bréfa Reginn, eða fyrir 2,63% í 44 milljóa króna veltu og fæst nú hvert bréf félagsins á 20,40 krónur Þar á eftir kom annað fasteignafélag, Eik, sem lækkaði um 1,81% niður í 8,15 krónur í 28 milljóna króna veltu.

Tæplega helmingur allrar veltunnar á hlutabréfamarkaði í dag var með bréf Marel, eða fyrir 449 milljónir króna og fóru bréfin niður um 1,61% í 367,50 krónur.