Rautt var yfir að litast í viðskiptum dagsins á Aðalmarkaði Kauphallar Nasdaq á Íslandi, en gengi 17 félaga af þeim 20 sem skráð eru á markað lækkaði í viðskiptum dagsins. Fyrir vikið lækkaði gengi OMXI10 úrvalsvísitölunnar um 1,36% og stendur gengi hennar nú í 1.866,83 stigum. Heildarvelta viðskipta dagsins nam um 1,3 milljörðum króna.

Gengi hlutabréfa Festi lækkaði mest í viðskiptum dagsins, eða um 3,57% í 70 milljóna króna veltu. Næst mest lækkaði gengi bréfa fasteignafélagsins Eikar, um 3,24% í 73 milljóna króna veltu.

Eina félagið sem hækkaði gengi sitt í viðskiptum dagsins var Kvika banki, en gengi bréfa bankans hækkaði um 1,29% í 55 milljóna króna veltu.