*

miðvikudagur, 1. apríl 2020
Innlent 13. febrúar 2020 17:01

Rautt yfir höllinni

Gengi hlutabréfa 17 félaga af þeim 20 sem skráð eru á Aðalmarkað Kauphallarinnar lækkaði í viðskiptum dagsins.

Ritstjórn

Gengi hlutabréfa 17 félaga, af þeim 20 sem skráð eru á Aðalmarkað Kauphallar Nasdaq á Íslandi, lækkaði í viðskiptum dagsins. Fyrir vikið lækkaði OMXI10 úrvalsvísitalan um 1,25% og stendur hún nú í 2.087,74 stigum. Heildarvelta viðskipta dagsins nam 1,4 milljörðum króna. 

Gengi bréfa Regins lækkaði mest í viðskiptum dagsins, eða um 2,27% í 146 milljóna króna veltu. Næst mest lækkaði gengi Heimavalla, eða um 2,17% í 122 milljóna króna veltu.

Gengi aðeins eins félags hækkaði í viðskiptum dagsins og var þar um að ræða gengi Icelandair, sem hækkaði um 0,35% í 100 milljóna króna veltu.  

Stikkorð: Kauphöll Nasdaq