Hlutabréf í Bandaríkjunum lækkuðu í dag, annan daginn ír öð. Fjármálafyrirtæki leiddu lækkun dagsins auk þess sem lækkun olíuverðs olli lækkun orkufyrirtækja.

Gengi Lehman Brothers hefur ekki verið lægra síðan 2003, vegna áhyggja um að þeir muni tilkynna um ársfjórðungstap í fyrsta sinn í sögu félagsins fljótlega.

Nasdaq vísitalan lækkaði um 0,44%, Dow Jones lækkaði um 0,81% og Standard & Poor´s lækkaði um 0,58%.

Olíuverð lækkaði eins og áður sagði, um 2,7%, og kostar tunnan nú 124,31 Bandaríkjadal.