Ísfell hefur gengið frá kaupum á þeim hluta af rekstri RB veiðibúðar, sem lítur að handfæravörum. Hinir þekktu RB handfærakrókar, sem Birgir heitinn í RB hafði framleitt í áraraðir verða nú unnir af Ísfelli að því er segir í tilkynningu.

Framleiðsla krókanna eða samsetning þeirra fer fljótlega í gang. Beðið er eftir nýrri sendingu af gúmmíinu sem RB krókarnir eru þekkir fyrir en það er væntanlegt til landsins um næstu mánaðamót. Boðið verður upp á sjö einlita króka og sex tvílita. Allar aðrar handfæravörur verða í boði hjá Ísfelli svo sem girni á rúllurnar, slóðaefni, sigurnaglar, sökkur, teygjur og kleinuhringir. Handfæravettlingarnir vinsælu eru einnig í boði sem og allur sjófatnaður, goggar, hnífar og annað sem þarf um borð segir í tilkynningu.