Ástandið á Íslandi verður ekki „eðlilegt“ fyrr en árið 2010 eða 2011 en áhrifanna af efnahagshruninu s.l. haust gætir enn í landinu.

Þetta kemur fram í greiningu RBC Capital Markets um Ísland þar sem farið er nokkuð hörðum orðum um ástandið hér á landi.

Þar kemur fram að þrátt fyrir að níu mánuðir séu liðnir frá efnahagshruninu með ófyrirséðum afleiðingum sé ástandið enn viðkvæmt hér á landi. Þannig sé krónan ekki enn komin á flot og hafi samt veikst verulega, bankakerfið starfi ekki með eðlilegum hætti og enn sjái ekki fyrir endann á efnahagsbata.

Þá kemur jafnframt fram að losarabragur sé á fjármálum hins opinbera og raun lifi landið af láni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um þessar mundir.