Royal bank of Scotland telur að Seðlabanki Íslandi eigi hugsanlega að bíða með að setja íslensku krónuna aftur á flot þar til gengið hefur verið frá tveggja milljarða dollara láni við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn auk þess að fá fjóra milljarða dollara að lána frá öðrum löndum. Þetta kemur fram í frétt Dow Jones fréttaveitunnar.

Royal bank of Scotland telur að ákvörðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins  megi vænta fljótlega, jafnvel á þriðjudaginn, segir í fréttinni.