Fjárfestingabankastarfsemi Royal Bank of Scotland, RSB, verður dregin verulega saman og störfum fækkað um 3.500 á næstu þremur árum, samkvæmt áætlun sem bankinn tilkynnti um í dag. Til stendur að selja eða loka mörgum deildum sem falla undir fjárfestingahluta bankans. Bankinn á í viðræðum við nokkurn fjölda mögulegra kaupenda. Bloomberg fjallar um málið í dag.

RBS lenti í miklum vandræðum í upphafi fjármálakrísunnar og er í dag í 83% eigu breska ríkisins. Áætlun bankans gengur út á að minnka efnahagsreikning fjárfestingahlutans í um 300 milljarða punda á næstu þremur árum. Stærð hans í dag er um 420 milljarðar punda.