Skoski bankinn, Royal Bank of Scotland hyggst flytja 443 störf í lánaafgreiðslu frá Bretlandi til Indlands. RBS segir ástæðuna fyrir flutningunum vera aðgerðir sem miða að því að draga úr kostnaði. Þetta kemur fram í frétt BBC .

Greindi RBS frá því að þrátt fyrir að störfin muni flytjast til Indlands verða lánaákvarðanir ennþá teknar á Bretlandi.

Bresku starfsgreinasamtökin hafa mótmælt ákvörðuninni harkalega. Segja samtökin að ákvörðunin muni koma niður á bæði starfsfólki og skattgreiðendur. Með að flytja störfin til Indlands sé verið að nota ódýrara vinnuafl á kostnað starfa og lífsviðurværis í Bretlandi. Breska ríkið á 73% hlut í RBS eftir 45 milljarða punda björgunaraðgerð árið 2008.