Úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar um útgöngu úr Evrópusambandinu hefur kynnt verulega undir sjálfstæðisþrá Skota. Ef til þess kæmi að landið myndi slíta sig frá Bretlandi, má búast við því að Royal Bank of Scotland flytji höfuðstöðvar sínar til Lundúna. Þetta kemur fram á vef BBC, en Ross McEwen, framkvæmdarstjóri RBS, lýsti þessu yfir í nýlegu viðtali.

Hann segir bankann vera allt of stóran fyrir sjálfstætt Skotland. Flutningur á höfuðstöðvum myndi þó ekki hafa áhrif á störf félagsins að mati McEwen. Royal Bank of Scotland hefur verið með höfuðstöðvar í Skotlandi frá árinu 1727. Í dag starfa um 11.000 manns hjá bankanum.