Bandarískur dómstóll hefur varað breska bankann Royal Bank of Scotland við því að hann gæti þurft að borga 13 milljarða dollara sekt fyrir lögbrot fyrir fjármálakreppuna 2008.

Bankinn, sem er að langstærstu leyti í eigu skattgreiðenda, hefur barist fyrir dómstóli í Connecticut í nokkur ár vegna máls sem tengist því hvernig þeir matreiddu húsnæðislán og seldu þau til ríkisstofnanna.

Málið var tekið upp árið 2011 og réttarhöld hafa ekki enn hafist. RBS hefur þó ávallt minnst á málið og hvert það er komið í ársreikningum sínum. Greiningaraðilar hafa velt fyrir sér mögulegum kostnaði, en nú er Bloomberg búið að finna töluna.

RBS vildi ekki tjá sig um niðurstöðu Bloomberg, en sú tala er 13 milljarðar dollara. Talan var fengin með því að skoða annan dóm upp á 806 milljónir dollara sem RBS þurfti að greiða í öðru dómsmáli. RBS ku hafa sett til hliðar 5,4 milljarða punda til að greiða fyrir kostnað mistaka og lögbrota fyrir hrun. Ljóst er að sú greiðsla dugir ekki fyrir þessari upphæð ef bankinn þarf að greiða hana.