Stjórn breska bankans Royal Bank of Scotland hafa átt í viðræðum við þarlend eftirlitsyfirvöld um það hvort tveir af æðstu stjórnendum bankans eigi að segja af sér vegna þátttöku bankans í Libor-hneykslinu svokallaða.

Í frétt Wall Street Journal segir að viðræðurnar snúist um þá John Hourican, yfirmann fjárfestingabankaarms RBS og Peter Nielsen yfirmaður markaðsviðskipta hjá bankanum.

Í fréttinni segir jafnframt að samkomulag sé í nánd milli bankans og stjórnvalda um sektargreiðslur vegna þátttöku RBS í því þegar bankar hlutuðust til með óeðlilegum hætti með viðmiðunarvextina Libor. Vill bankinn forðast viðlíka neikvæða umræðu og Barclays bankinn þurfti að þola, en þar hættu nokkrir hátt settir starfsmenn störfum eftir að bankinn náði sátt um greiðslu sektar.