Royal Bank of Scotland (RBS) gaf út frá sér yfirlýsingu í gær um að fækkun stöðugilda vegna kaupanna á hollenska bankanum ABN Amro væru „óheppilegar” en „óumflýjanlegar”.

Yfirlýsingin var send út í kjölfar þess að Financial Times birti frétt um að sjö þúsund stöðugildi yrðu lögð niður samfara samþættingu fjárfestingabankastarfsemi ABN við RBS. RBS keypti, ásamt Banco Santander og Fortis, ABN í fyrra.

Í yfirlýsingu RBS kemur ekki fram hversu mörg störf muni verða lögð niður.

Upphaflega var spáð að 19 þúsund störf myndu leggjast af, en ekki hefur verið greint frá því hvernig það myndi skiptast milli bankanna þriggja.