The Royal Bank of Scotland selur meira af hlutabréfum sínum í bandaríska bankanum Citizens en virði sölunnar er um 3,3 milljarða bandaríkja dollara. Salan er hluti af áætlun RBS um að einblína frekar á kjarnastarfsemina í Bretlandi og minnka umfang sitt erlendis. Eftir söluna mun RBS eiga minna en helming í Citizens.

RBS keypti fyrir 440 milljónir bandaríkja dala í Citizens árið 1988 og gerði bankann að einum stærsta svæðisbanka í Bandaríkjunum. Í september á síðasta ári var fyrsta útboð á hlutabréfum í Citizens en búist er við RBS muni selja allan hlut sinn í Citizens fyrir lok árs 2016. RBS hefur verið að reyna hagræða í rekstri sínum til að skila hagnaði á nýju en bankinn var ríkisvæddur árið 2008.

RBS hefur lækkað tölu landa sem þeir starfa í úr 25 í 13 í takt við þessa stefnu. Talið er að mörg störf muni glatast en flest þeirra eru utan Bretlands.

„Þeir dagar þar sem sókn á alþjóðamarkaði skipti RBS meira máli en góð þjónusta við viðskiptavini eru liðnir” sagði framkvæmdastjóri RBS, Ross McEwan.