*

sunnudagur, 8. desember 2019
Erlent 12. ágúst 2019 11:50

RBS verði stýrt af konu í fyrsta sinn

Búist er við að Alison Rose mun taka við starfi bankastjóra hjá RBS. Yrði fyrsti kvenkyns bankastjóri í sögu breska bankans.

Ritstjórn
epa

Alison Rose mun taka við starfi bankastjóra breska bankans Royal Bank of Scotland af Ross McEwan, að því er kemur fram á vef BBC. Ef úr rætist verður Rose fyrsti kvenkyns bankastjóri í sögu bankans. Hún yrði auk þess fyrsta konan til þess að stýra einum af fjórum stærstu bönkum Bretlands. Rose hefur starfað hjá bankanum í yfir 25 ár. 

Að sögn BBC er búist við því að RBS geri ráðningu Rose opinbera síðar í vikunni. Bankinn er að stórum hluta í eigu breska ríkisins, en ríkið á 62,4% hlut í bankanum og varð hluthafi í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008.   

Stikkorð: RBS Alison Rose