Breski bankinn Royal Bank of Scotland (RBS) mun brátt tilkynna að bankinn hafi greitt til baka 163 milljarða Sterlingspunda neyðarlán sem bankinn fékk frá breskum stjórnvöldum árin 2008 og 9.

Þetta kom fram í pistli Robert Peston, viðskiptaritstjóra BBC, á vef BBC í gærkvöldi. RBS birtir uppgjör fyrsta ársfjórðungs þessa árs eftir lokun markaða í dag en breska ríkið á nú 82% hlut í bankanum.

Þá hefur annar breskur banki, Lloyds, þegar tilkynnt að bankinn muni greiða öll sín neyðarlán til baka fyrir næstu áramót, eða um 157 milljarða punda.

RBS er þó enn á hálfgerðum neyðarsamning hjá evrópska seðlabankanum og hefur þegar fengið um 10 milljarða evra lán úr neyðarsjóði bankans, svokölluðum LTRO sjóði.