Tekjur tuttugu ríkustu knattspyrnuliða heims námu 4,4 milljörðum evra á tímabilinu 2009/10. Upphæðin jafngildir rúmlega 710 milljörðum króna. Er þetta í fyrsta sinn sem samanlagðar tekjur félaganna fara yfir 4 milljarða. Skýrsla Deloitte um auðugustu félagsliðin í fótboltanum var birt í síðustu viku. Hún er sú 14. í röðinni. Sjötta árið í röð trónir Real Madrid efst á lista Deloitte yfir auðugustu klúbbana. Tekjur félagsins námu tæplega 440 milljónum evra, eða rúmlega 70 milljörðum króna. Í öðru sæti listans eru erkifjendurnir í Barcelona.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.