Hagnaður varð á rekstri Hins íslenska reðasafns á síðasta ári. Nam hagnaðurinn 1,4 milljónum króna, en það er nokkru betri afkoma en á árinu 2012 þegar hagnaðurinn nam 370 þúsund krónum. Eignir reðasafnsins námu 2,9 milljónum króna í árslok en skuldir voru 357 þúsund krónur. Eigið fé fyrirtækisins nam því um 2,5 milljónum króna í árslok, og jókst það um nær 1,5 milljónir króna á milli ára.

Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu safnins telur það nú 217 reði og reðurhluta af nær öllum land- og sjávarspendýrum hinnar íslensku fánu. Eitt mannsreður er að finna á safninu og mun það vera afurð Páls nokkurs Arasonar frá Bugi í Hörgárdal, en hann lést árið 2011. Hjörtur Gísli Sigurðsson átti alla hluti í félaginu í lok ársins.